Akkeri Reykjavík
Nýtt líf eftir að hafa fengið gervifót
Akkeri
Afstaða flokkanna til Dyflinnarreglugerðarinnar
Nú styttist óðum í að við göngum til kosninga. Því miður hafa málefni fólks á flótta ekki verið á oddinum í yfirstandandi kosningabaráttu, þrátt fyrir að vera eitt af stærstu verkefnum alþjóðasamfélagsins á okkar tímum.
Akkeri
Eru málefni fólks á flótta forgangsmál í alþingiskosningum 2016?
Nú styttist óðum í að við göngum til kosninga. Því miður hafa málefni fólks á flótta ekki verið á oddinum í yfirstandandi kosningabaráttu, þrátt fyrir að vera eitt af stærstu verkefnum alþjóðasamfélagsins á okkar tímum.
Akkeri Reykjavík
Frambjóðendur ræða málefni fólks á flótta
Akkeri
Akkeri hefur undirskriftasöfnun: Ísland verður að sækja flóttafólk
Neyð ríkir í flóttamannabúðum víða um Grikkland þar sem þúsundir manna hýrast við óboðleg skilyrði. Í fyrradag hóf gríska óeirðalögreglan að rýma Idomeni búðirnar, stærstu flóttamannabúðir Evrópu, sem urðu til eftir að Evrópuþjóðir lokuðu landamærum sínum fyrir flóttafólki.
Árdís Kristín
Konur í leit að lífi
Með fangið fullt af Vatnsmelónu, vaggaði ég niður að Viktoriu torginu í fyrrasumar. Hitinn var mikill og flóttafólkið sem þar hafðist við, var að deyja úr þorsta, sérstaklega börnin. Þrátt fyrir að hafa upplifað stríð, fundu þau líka gleði í leikjum hvert við annað. Hugmyndin með vatnsmelónunni var að svala þorsta þeirra.
Bryndís Silja
Flóttafólk ekki óskrifuð blöð heldur uppspretta þekkingar og reynslu
Nýverið birtist í fjölmiðlum frétt þess efnis að íslensk stjórnvöld ætli að bjóða 55 sýrlenskum flóttamönnum hæli hér á landi. Flóttafólk þetta hefur verið tilnefnt af svokallaðri flóttamannanefnd en nefndina skipa meðal annars flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Ísland nýtur þannig þeirra forréttinda að fá að velja og hafna fólki á flótta, ólíkt ríkjum eins og Líbanon, Jórdaníu og Tyrklandi sem nú eru að kikna undan fjölda flóttafólks og er það ein af þeim ástæðum að aðstæður fyrir flóttafólk í þessum ríkjum eru vægast sagt ómannúðlegar. Fyrrnefndur hópur dvelur nú í einum af fjölmörgum flóttamannabúðum í Líbanon og á þar eflaust enga sæludaga.
Akkeri
Könnunarleiðangur til KOI - Leiksýning til styrktar Akkeri
Í kvöld verður sérstök styrktarsýning á verkinu Könnunarleiðangur til KOI og rennur allur ágóði óskertur til Akkeris. Sýningin tekur fyrir málefni flóttamanna og við hvetjum alla til að kíkja í leikhús í kvöld kl. 20:30 og styrkja um leið verkefni í þágu fólks á flótta, þar sem þörfin er mest. Tryggðu þér miða og leggðu þitt af mörkum: https://midi.is/leikhus/1/9575
Benjamin Julian
Flutt eins og skepnur
Þegar fólk er læst inni fyrir að ferðast, fóðrað í röðum, teymt milli staða einsog skynlaus dýr, látið bíða mánuðum saman eftir bilaðri hælismeðferð sem er hönnuð til að hafna þeim, þá er lítil innistæða eftir fyrir sjálfshól Evrópubúa um mannréttindi og jöfnuð. Réttindi verða ekki til með orðunum einum - en þau eru eyðilögð þegar þau eru látin grotna niður andófslaust.
Akkeri
Þórunn hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar - Yfirlýsing
Þórunn Ólafsdóttir, formaður Akkeris, hlaut í dag Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir ötult starf sitt í þágu flóttamanna. Þórunn hefur frá því í ágúst á síðasta ári aðstoðað flóttamenn, bæði á eyjunni Lesbos og í Idomeni í Grikklandi.
Ásdís Ólafsdóttir
Sækjum þau
Ísland á að vera næst. Við höfum áður sýnt hug­rekki í utan­rík­is­stefnu okkar og riðið á vaðið þegar stærri þjóðir voru lamaðar af skrif­finnsku og póli­tík. Við höfum við­ur­kennt sjálf­stæði nýrra ríkja fyrst allra, þegar alþjóð­sam­fé­lagið hafði ekki dug til að standa með þeim sem mest þurftu á stuðn­ingi að halda. Nú þurfum við að sýna nýja teg­und hug­rekk­is. Við eigum að sækja fjöl­skyldur í Idomeni og ýta um leið við öðrum þjóðum að láta af sinnu­leys­inu. Evr­ópa má ekki sam­þykkja að þessi með­ferð á flótta­fólki við­gang­ist stund­inni leng­ur.
Ásdís Ólafsdóttir
Að bjarga lífi með tweeti
En kannski er alls ekki leti eða sinnu­leysi um að kenna. Þús­ald­arar gera nefni­lega rík­ari kröfu en fyrri kyn­slóðir um að til­vist þeirra leiði til góðs í heim­in­um. Nærri 70% þús­ald­ara segja meg­in­mark­mið sitt að vera virkir þáttak­endur í sam­fé­lag­inu og láta gott af sér leiða. Í könnun Deloitte á alda­mó­ta­kyn­slóð­inni sagð­ist yfir helm­ingur aðspurðra hafa hafnað mögu­legu starfi því að starf­semi við­kom­andi fyr­ir­tækis sam­ræmd­ist ekki gildum þeirra.
Þórunn Ólafssdóttir
Mona
Þetta er Mona. Hún er frá Aleppo og er félagsráðgjafi að mennt. Hún starfaði fyrir UNICEF í Sýrlandi þar til hún flúði til Tyrklands fyrir þremur árum síðan. Hún vonast til að fá bráðum ný tækifæri til að hjálpa nauðstöddum börnum. Ég keyrði fram á hana og hópinn hennar úti við ströndina í dag. Hún og tvær aðrar konur og tveir litlir drengir deildu þeim fjórum plássum sem ég gat boðið þeim. Þau voru 26 í bátnum. Þegar ég spurði hvort um væri að ræða fjölskyldu brosti hún út að eyrum og sagði, „nei, ekki bara, en þetta er hópurinn minn“. Ég skildi um leið að sennilega eflir fátt tengsl fólks meira en lífshættuleg ferð yfir hafið, á hriplekum gúmmíbát á flótta undan stríði. Ég var viðstödd þegar Mona og hópurinn hennar fengu að vita að eina færa leiðin til Mytilini væri að fara fótgangandi 70 km leið. Þau voru hissa og þeim var augljóslega brugðið, spurðu mig oft og mörgum sinnum hvort þetta
Þórunn Ólafssdóttir
Á okkar vakt
Þykkt lag af táragasi liggur yfir svæðinu. Skothvellir heyrast úr fjarska, hljóðsprengjur springa með gífuregum látum og kúlum rignir yfir búðirnar. Börn sem fullorðnir öskra af sársauka og örvæntingu. Fólk hnígur niður meðvitundarlaust, sumir eru særðir eftir að hafa fengið í sig kúlu eða táragashylki, aðrir eftir að hafa andað að sér of stórum skammti af táragasi. Fólk ryðst í gegnum búðirnar í leit að súrefni, fullorðnir, börn og tjöld verða undir flóðbylgju fólks sem á fótum sínum fjör að launa. Tjöld sem í eru meðal annars nýfædd börn fyllast af gasi. Verða að litlum gasklefum. Ungbörn missa meðvitund, fólk hóstar, ælir og hnígur niður. Þyrlur sveima yfir svæðinu og herinn heldur áfram að skjóta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur ekki undan og almennir sjálfboðaliðar og flóttafó
Þórunn Ólafssdóttir
Hugleiðingar frá helvíti
Ég hef aldrei komið á annan eins stað. Ef helvíti er til, þá er ég stödd í úthverfi þess. Hér í Idomeni, við landamæri Makedóníu og Grikklands, ríkir ömurðin ein. Alls staðar er fólk í neyð. Allir eru skítugir, svangir og aðstaðan hræðileg. Síðustu daga hefur hann haldist þurr og drullusvaðið því að mestu leyti þornað, en allt er skítugt. Kinnar barnanna eru þaktar moldarlagi. Pínulitlu kúlutjöldin sem heilu fjölskyldurnar hýrast í eru þakin ryki og drullu. Megn brunalykt er í loftinu og reykurinn veldur óþægindum í öndunarfærum. En hún heldur þó hland- og skítalyktinni í lágmarki. Starfsmaður Lækna án landamæra segir mér að sjúkdómar séu þegar farnir að breiðast út – allt sjúkdómar sem má rekja til skorts á hreinlætisaðstöðu. Sýkingar í augum og húð og magaveiki. Ég hef séð húsdýr halda til á hreinlegri stöðum en þessum. Þvílík eymd.
Ásdís Ólafsdóttir
Köln, konur og kynferðisbrot
Rétt fyrir mið­nætti á gamlárs­kvöld var saman kom­inn mik­ill fjöldi fólks við dóm­kirkj­una í Köln til að fylgj­ast með flug­elda­sýn­ingu á ára­mót­un­um. Meðal þeirra voru yfir þús­und karl­menn af arab­ískum og norð­ur­-a­frískum upp­runa og réð­ust hópar þeirra að konum á svæð­inu eftir að flug­elda­sýn­ingin hófst. Yfir 600 konur leit­uðu til lög­reglu og lýstu hvernig menn­irnir áreittu þær, káf­uðu á þeim, rifu af þeim klæðin og rændu af þeim verð­mæt­um. Tvær nauðg­anir hafa verið kærð­ar. Kon­urnar lýsa algjörri óreiðu og full­komnu mátt­leysi lög­reglu.
Þórunn Ólafssdóttir Reykjavík
Landamæri eru ekki náttúrulögmál
Þórunn Ólafssdóttir
Ahlan wa sahlan!
Arabíska hefur að geyma svo mörg falleg orð og orðasambönd og merking þeirra er oft svo djúpstæð og einlæg að ég tek andköf. Ahlan wa sahlan þýðir í stuttu máli “velkomin” á arabískri tungu. Merkingin er þó mun dýpri og þýðir í raun “Kom sem fjölskylda okkar. Megi leið þín verða greið”. Mér skilst að orðasambandið sé ævafornt og hafi sérstaklega verið notað þegar förufólk bar að garði – í þeim tilgangi að láta því líða vel sem gestir á ókunnugum stað. Fólk ferðaðist langar leiðir í gegnum brennheita eyðimörkina, ýmist fótgangandi eða ríðandi, og öruggt skjól með mat og vináttu var öllum kærkomið – og gestgjafa afar mikilvægt að fólki liði vel á heimili sínu. Ahlan wa sahlan er tilraun til að láta fólki líða vel og óska þess að það finni öryggi, og vináttu þess sem heilsar.
Árdís Kristín
Sarah
„Þarftu að fara,“ spurði Sarah þegar ég fór að taka til föggur mínar. „Já,“ svaraði ég, „en ég kem aftur á morgun“. Sorgmædd svaraði hún: „Ég verð kannski ekki hér á morgun“. Frásögnin er frá Árdísi Kristínu Ingvarsdóttur.
Þórunn Ólafssdóttir
Nornaveiðar nútímanns
„Hvernig er að standa hérna og taka á móti fólkinu þínu?“, spurði ég, vestræna dekurrófan sem vildi en gat ekki sett sig í hans spor. „Ég er alltaf að horfa eftir mömmu“, svaraði hann og ég áttaði mig á því að hér var raunveruleikinn mættur og ég var hluti af honum. Í gær fékk ég skilaboð. „Mig langar að komast héðan. Ég er í alvörunni hræddur við að vera hérna eftir það sem gerðist í Frakklandi. Fólk er mjög hrætt og ég sé það í andlitum þess að við látum öll stjórnast af óttanum“. Svo bætti hann við „Ég er búinn að horfa á vegabréfið mitt í allan dag, nú þarf ég í alvörunni að hugsa mig tvisvar um áður en ég sýni það“
Akkeri
Við erum vöknuð
„Hatrið má ekki sigra,“ skrifar Þórunn Ólafsdóttir formaður Akkeris. Eins og Þórunn minnir á þá er hatrið sem við fordæmum í dag ekki eitthvað sem spratt upp á einu kvöldi í París heldur viðvarandi ástand um allan heim. Mun minni athygli vöktu t.d. sjálfsmorðsárásirnar í höfuðborg Líbanon í fyrradag þar sem hatrið hirti líf 44 óbreyttra einstaklinga.
Akkeri
Leiðir til að hjálpa
Akkeri þakkar frábærar viðtökur og hvetur áhugasama til að fylgjast áfram með og taka þátt í uppbyggingu starfsins. Nú hafa samtökin fengið styrktarreikning og hægt er að leggja fjárframlög inn á eftirfarandi reikning: 0133-26-004211 kt. 421115-0790. Fundur fyrir verðandi sjálfboðaliða verður boðaður á næstunni og við hvetjum fólk sem hefur áhuga og möguleika á að fara til Lesbos til að senda okkur tölvupóst á akkeri@akkeri.is
Þórunn Ólafssdóttir
Mona
Ég spurði Monu hvort ég mætti deila sögunni hennar á Facebook, sem var sjálfsagt mál. Þegar ég svo spurði hvort ég mætti taka mynd af henni til að deila með færslunni hló hún innilegum, dillandi hlátri og sagði: „svona útlítandi? Ég get ekki látið sjá mig svona á internetinu, ég synti 6 kílómetra í dag, ég lít út eins og umrenningur.“ Við hollenska konan sem tók þátt í samtalinu hváðum og spurðum hvort hún hefði í alvörunni synt yfir. Mona varð örlítið alvarlegri og sagði að báturinn hefði lekið og öldurótið verið mikið, svo hún og fimm karlmenn hafi brugðið á það ráð að stökkva útbyrðis og synda með bátnum síðustu kílómetrana til að létta hann.