Sarah

Þetta er Sarah, ótrúlega klár, hugrökk og frábær stelpa sem kom ávalt með blik í augum haupandi á móti mér á torginu Viktoria í Aþenu. Þar safnaðist flóttafólk fyrir sem kom frá eyjunum, meðan þeir leituðu ástvina sinna og fundu leiðir til að halda áfram. Fullorðna fólkið var oft þreytt og áhyggjufullt. Þau földu börnin sín undir þykkum teppum á næturnar undir sterkum ljósum torgsins og vonuðu að nýnasistar myndu ekki gera áras þessa nótt. Þótt börnin hefðu líka áhyggjur af foreldrum sínum, gleymdu þau sér um stund við að hlaupa um torgið og fylltu það af hlátrasköllum. Eitt skiptið kom ég með krítar. Sarah teiknaði teiknaði mynd af fjölskyldu og hjarta hlið við hlið og vildi vita hvernig orðið ást væri skrifað. Faðir Söru var illa særður á spítala en hún hafði orðið viðskila við móður sína og systkini á flóttanum. Móðir hennar var fundinn í Þýskalandi en meðan faðir hennar lá á spítalanum, var hún í umsjá annarrar fjölskyldu. „Þarftu að fara,“ spurði Sarah þegar ég fór að taka til föggur mínar. „Já,“ svaraði ég, „en ég kem aftur á morgun“. Sorgmædd svaraði hún: „Ég verð kannski ekki hér á morgun“. Frásögnin er frá Árdísi Kristínu Ingvarsdóttur.