Mona

Þetta er Mona. Hún er frá Aleppo og er félagsráðgjafi að mennt. Hún starfaði fyrir UNICEF í Sýrlandi þar til hún flúði til Tyrklands fyrir þremur árum síðan. Hún vonast til að fá bráðum ný tækifæri til að hjálpa nauðstöddum börnum. Ég keyrði fram á hana og hópinn hennar úti við ströndina í dag. Hún og tvær aðrar konur og tveir litlir drengir deildu þeim fjórum plássum sem ég gat boðið þeim. Þau voru 26 í bátnum. Þegar ég spurði hvort um væri að ræða fjölskyldu brosti hún út að eyrum og sagði, „nei, ekki bara, en þetta er hópurinn minn“. Ég skildi um leið að sennilega eflir fátt tengsl fólks meira en lífshættuleg ferð yfir hafið, á hriplekum gúmmíbát á flótta undan stríði. Ég var viðstödd þegar Mona og hópurinn hennar fengu að vita að eina færa leiðin til Mytilini væri að fara fótgangandi 70 km leið. Þau voru hissa og þeim var augljóslega brugðið, spurðu mig oft og mörgum sinnum hvort þetta gæti virkilega verið satt. Hvort leigubíll eða rúta væri ekki möguleiki, og hvort að þau þyrftu virkilega að sofa úti. Þau voru innilega þakklát fyrir þá skammarlega litlu hjálp sem þeim var veitt, og enn og aftur skammaðist ég mín niður í tær fyrir að vera hluti af mannkyninu. Ég spurði Monu hvort ég mætti deila sögunni hennar á Facebook, sem var sjálfsagt mál. Þegar ég svo spurði hvort ég mætti taka mynd af henni til að deila