Að bjarga lífi með tweeti

Grein birtist upprunalega á

Kjarninn.is

Sjálfs­upp­tek­in. Gráð­ug. Löt. Svona lýsir alda­mó­ta­kyn­slóðin sjálfri sér. Í nýlegri banda­rískri könnun var fólk af ólíkum kyn­slóðum spurt hversu vel ákveðin karakt­er­ein­kenni lýstu þeirra eigin kyn­slóð. Nið­ur­stöð­urnar sýna að alda­mó­ta­kyn­slóð­in, þeir sem fæddir eru á milli 1980 og 1994, finnst lítið til eigin kyn­slóðar koma og telja sig almennt óhóf­sama let­ingja. Það er ekki ein­ungis alda­mó­ta­kyn­slóðin sjálf sem hefur lítið álit á þess­ari yngstu kyn­slóð vinnu­mark­að­ar­ins. Fjöl­margar greinar og frétta­skýr­ingar hafa verið rit­aðar um sinnu­leysi hennar og áhuga­leysi á póli­tík og mál­efnum sam­fé­lags­ins. Kyn­slóðin sem lítur ekki upp úr snjall­sím­anum þótt ver­öldin farist í kringum hana. Ísland er þar engin und­an­tekn­ing. Í síð­ustu sveita­stjórn­ar­kosn­ingum var mikið rætt um alvar­leika þess að yngri kjós­endur skil­uðu sér ein­fald­lega ekki á kjör­stað. Tölur úr borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík 2014 sýna að kjör­sókn meðal 18-34 ára var lægri en meðal ann­arra ald­urs­hópa, og lægst meðal fólks á aldr­inum 20-24 ára. 


Það er auð­velt að draga þá ályktun að þús­ald­arar (e.millenni­als) séu ein­ungis vesæl „læk“ kyn­slóð. Tekur þátt í skoð­ana­könn­unum og gjammar á sam­fé­lags­miðl­um, en þegar á hólm­inn er komið er letin svo gíf­ur­leg að þau nenna ekki að finna út í hvaða deprí­mer­andi skóla­stofu þau þurfa að fara til að raun­gera stuðn­ing sinn. Sem er álíka árang­urs­ríkt og þegar eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli stóð sem hæst og yfir 100.000 manns læk­uðu face­book­síð­una “Mætum og hjálpum bændum að hreinsa ösk­una.” Eflaust hefði sá mann­fjöldi mokað ofan af heilu land­ar­eign­un­um, en þeir sára­fáu sem skil­uðu sér á fjöl­skyldu­bílnum frá Reykja­vík, vopn­aðir garð­skóflum úr geymsl­unni, höfðu því miður engin úrslita­á­hrif. Nema að stað­festa að þau eru betur inn­rætt en við flest.

Landa­mæri afsaka ekki sinnu­leysi

En kannski er alls ekki leti eða sinnu­leysi um að kenna. Þús­ald­arar gera nefni­lega rík­ari kröfu en fyrri kyn­slóðir um að til­vist þeirra leiði til góðs í heim­in­um. Nærri 70% þús­ald­ara segja meg­in­mark­mið sitt að vera virkir þáttak­endur í sam­fé­lag­inu og láta gott af sér leiða. Í könnun Deloitte á alda­mó­ta­kyn­slóð­inni sagð­ist yfir helm­ingur aðspurðra hafa hafnað mögu­legu starfi því að starf­semi við­kom­andi fyr­ir­tækis sam­ræmd­ist ekki gildum þeirra. 
Og þrátt fyrir að alda­mó­ta­kyn­slóðin hafi lít­inn áhuga á fram­bjóð­endum í heima­hér­aði eru þau mörg með­vituð um mátt sinn til að breyta lífi fólks til hins betra - og þar eru landa­mæri engin þrösk­uld­ur. Það var raunin þegar Íslend­ing­ur­inn Gissur Sím­on­ar­son deildi á Twitter mynd af sýr­lenskum flótta­manni, sem með sof­andi dóttur sína í fang­inu reyndi í örvinglun að selja fólki kúlu­penna á götum Beirútar í Líbanon. Gissur ein­setti sér að hafa upp á mann­inum og innan við sól­ar­hring síðar var hann kom­inn í sam­band við Abdul, ein­stæðan föður tveggja barna sem flúði stríðið í Sýr­landi. Gissur setti af stað hópsöfnun á net­inu og á fjórum mán­uðum söfn­uðu rúm­lega 7000 manns tæpum 24 millj­ónum íslenskra króna. Í þessu er styrkur alda­mó­ta­kyn­slóð­ar­innar fólg­in. 

Bjarg­vætt­ur­inn nettengdi

Við getum vel gert grín að þeim 99.983 sem töldu að læk á Face­book væri nægur stuðn­ingur við bændur undir Eyja­fjöllum í miðju eld­gosi. En sann­leik­ur­inn er sá að við getum haft ótrú­leg áhrif á líf þeirra sem mest þurfa á því að halda, bara með því að beita okkur á net­inu. Íslend­ingar hafa ekki síst barist gegn brott­vís­unum hæl­is­leit­enda með því að skrifa undir mót­mæla­lista á net­inu og með því að deila ítrekað fréttum og póstum um mál­efnið á sam­fé­lags­miðl­um. Og það virk­ar. Nú eru 12.000 flótta­menn fastir í bráða­birgða­búðum á landa­mærum Grikk­lands og Makedón­íu. Aðstæður í búð­unum eru svo skelfi­legar að inn­an­rík­is­ráð­herra Grikk­lands hefur líkt þeim við útrým­ing­ar­búðir nas­ista. Á sama tíma hafa leið­togar Evr­ópu skrifað undir samn­ing sem þeir segja að eigi að leysa flótta­manna­vand­ann, en hundsa um leið harða gagn­rýni fjöl­margra mann­rétt­inda­sam­taka sem telja samn­ing­inn brjóta gegn grunn­rétt­indum flótta­manna.


Hver og einn getur haft bein áhrif, bæði með því að krefj­ast að rétt­indi flótta­manna séu virt og með því að styrkja þá sem vinna hörðum höndum að bættum lífs­gæðum þeirra. Human Rights Watch hvetur fólk meðal ann­ars til að beita sér gegn samn­ingnum með því að nota myllu­merkið #StopT­heDeal og hægt er að styrkja flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna með beinum fjár­fram­lögum. Þá er einnig hægt að styrkja íslensku sam­tökin Akk­eri, en Þór­unn Ólafs­dótt­ir, for­maður sam­tak­anna, er á leið að landa­mærum Grikk­lands og Makedóníu til að aðstoða flótta­fólkið sem þar er fast. Og ef þessir val­kostir hugn­ast þér ekki má finna ótal aðrar leiðir á net­inu til að styðja flótta­menn. Þú þarft ekki einu sinni að líta upp úr snjall­sím­an­um.