Árdís Kristín Reykjavík

Konur í leit að lífi

Með fangið fullt af Vatnsmelónu, vaggaði ég niður að Viktoriu torginu í fyrrasumar. Hitinn var mikill og flóttafólkið sem þar hafðist við, var að deyja úr þorsta, sérstaklega börnin. Þrátt fyrir að hafa upplifað stríð, fundu þau líka gleði í leikjum hvert við annað. Hugmyndin með vatnsmelónunni var að svala þorsta þeirra.


 Afgönsku konurnar tóku mér brosandi og færðu sig til á bekknum. Ég vildi að ég ætti mynd af þeim þar sem þær sátu vanalega saman og fundu styrk hvor af annarri. Stundum hljóðar en stundum í lágu spjalli, þessar konur sem höfðu ferðast gegnum stokka og steina til að geta átt möguleika á lífi. Í gegnum Maheen*, ellefu ára stúlku sem talaði smá ensku, heyrði ég sögur þeirra. Anosha, amma hennar var að reyna að komast með hana áfram í gegnum Grikkland. En stundum voru verkirnir í beinum hennar eftir erfiða ferð henni ofauka. Anosha brosti þó gjarnan og sagði stolt frá dóttur sinni sem var læknir í Þýskalandi. Hún gat jafnvel hugsað sér að læra sjálf. Þær kenndu mér margt um að takast á við mína eigin menningarlegu fordóma. Meðan ég sat þarna og deildi út melónubitunum, laumaði Anosha hendi sinni undir mína og náði sér í aukabita. Þegar ég snéri mér að konunum, skullu þær allar í mikin hlátur. Allt einu var ég stödd í augnabliki sem gleymist aldrei, ég fékk að deila örstuttri stund þar sem þær gleymdu sér í sínum persónulega húmor.


 Konur sem nú eru í erfiðum aðstæðum vegna þess að þær hafa yfirgefið land sittt, finnst oft gott að finna samhug og stuðning frá öðrum sem þær hitta á leið sinni. En þær þurfa ekkert síður að þeirra eigin vilji, geta og tilfinningar séu virtar. Dina er ein af þeim. Hún kom til Grikklands frá Marakó. Hún er ótrúlega hugrökk og lífsglöð kona. „Af hverju felur þú hár þitt undir buffi?“ spurði hún mig hlægjandi og lét vindinn fjúka í gegnum sitt mikla langa hár. Í Marakó vildi hún lifa sjálfstæðu lífi en sumir bræður hennar beittu hana þrýstingi til að giftast þar sem óttuðast var um öryggi hennar. Þegar frændi hennar bað hana um að styðja sig fjárhagslega til að fara til Evrópu, samþykkti hún það með því skilyrði að fá að fara með honum. Hún fjármagnaði ferð þeirra með því að fá lánaða penninga frá vinnuveitenda sínum, sem áður var flóttamaður sjálfur. Í Grikklandi gekk henni vel að fá vinnu, þar sem hún starfaði á veitingastöðum og seinna sem fóstra. Í dag, er hún ein þeirra sem fá ekki vinnuleyfið sitt endurnýjað og telst því dvöl hennar í Evrópu ólögleg. Shana Taaeb, er einnig frá Marakó, en hún situr nú í hungurverkfalli í flóttamannabúðum í Grikklandi, þar sem hún fær ekki atvinnuleyfi sínu framlengt. Ung slóvensk fréttakona, Katja Lithenvalner, sem sjálf ólst upp við stríð, er nú að fjalla um sögu Shönu, og krefst þess að við gleymum ekki þessum merku konum sem eru að berjast fyrir því að eiga líf, hver á sinn hátt.


Þetta eru smásögur af nokkrum konum sem ég kynntist þarna úti. Ótrúlega magnaðar konur sem ég geymi ávalt í hjarta mínu. Núna segir fólk mér að ástandið sé enn skelfilegra en í fyrra. Það eru konur og börn út um allt á meðan ofbeldið stigmagnast, meðal annars vegna lokaðra landamæra og nýs samnings Evrópusambandsins við Tyrkland. Samningur sem gerir það að verkum að þjáningar þeirra og dugnaður er í raun þaggaður og ábyrgðinni velt yfir á stjórnvöld sem þykja stórlega vafasöm þegar kemur að uppihaldi á mannréttindum. Láttum þetta ekki viðgangast! Svörum kalli Þórunnar Ólafsdóttir, mannréttindafrömuðar, og gerum fleirum fært að eiga sér líf. #Sækum þau!


*Öll nöfn notuð í þessari grein eru dulnefni til að vernda viðkomandi.


Fara á undirskriftalista


Forvitnar og áhugasamar stúlkur í Alexander garðinum í Aþenu, þar sem voru opnar sjálfskipaðar flóttamannabúðir síðastliðið sumar.


Afgönska kona sem var með fangið fullt af littla guttanum sínum, sem vildi helst ekki fara að hátta á Viktoríu togingu þar sem þau höfðust við.


Þessari ungu snót var vafið inn í teppi á heitum sumarnóttunum til að fela hana, þar sem foreldrar hennar sváfu með hana á miðju Viktoríutorginu.


Þegar fleira flóttafólk fór að koma síðastliðið sumar, þá tóku félag Afrískra kvenna og félag kvenna frá Indónesíu sig til og elduðu heimatilbúin mat fyrir þau. Flottar konur!