Eru málefni fólks á flótta forgangsmál í alþingiskosningum 2016?

Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum frá því að mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykkur eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Flóttamannahugtakið og rétturinn til alþjóðlegrar verndar litu þar með dagsins ljós.


Akkeri ákvað að óska eftir skýrari svörum frá framboðunum í þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki. Allir flokkar fengu boð um að mæta í viðtal til okkar og þáðu það flestir. Hér eru flokkarnir spurði hvort málefni fólks á flótta séu forgangmál í þeirra baráttu?


Myndbandið hér fyrir neðan er unnið af Flugu hugmyndahúsi, sem gaf verkefninu vinnu sína. Vonandi hjálpar það kjósendum sem vilja svolítið skýrari mynd af stefnumálum flokkanna í málefnum fólks á flótta.